Byrjunarlið Íslands gegn Þýskalandi

Fanndís Friðriksdóttir er í fremstu víglínu í dag. Hraði hennar …
Fanndís Friðriksdóttir er í fremstu víglínu í dag. Hraði hennar gæti nýst vel í skyndisóknum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rakel Hönnudóttir fær tækifæri á ný sem hægri bakvörður þegar Ísland mætir Þýskalandi í Wiesbaden klukkan 14 að íslenskum tíma í undankeppni HM. 

Þá er Fanndís Friðriksdóttir sóknarmaður í tveggja manna sóknarlínu en ekki kantmaður eins og hún hefur oft verið í landsliðinu. Hraði hennar gæti komið að góðum notum í skyndisóknum.

Íslenska liðið mun spila agaðan varnarleik eins og þjálfarinn Freyr Alexandersson fór yfir í Morgunblaðinu í dag. Liðið stillir upp í leikkerfið 5-3-2 í dag en bakverðir hafa þó leyfi til að sækja ef færi gefast. 

Ísland verður því með tvo framherja auk þess sem Dagný Brynjarsdóttir hefur það hlutverk að tengja á milli miðju og sóknar. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir mun hins vegar líklega halda sig aftarlega á miðjunni með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur. 

Byrjunarliðið: 

Mark: Guðbjörg Gunnarsdóttir. Vörn: Rakel Hönnudóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Sif Atladóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir. Sókn: Fanndís Friðriksdóttir, Elín Metta Jensen. 

Rakel Hönnudóttir er í byrjunarliðinu í dag.
Rakel Hönnudóttir er í byrjunarliðinu í dag. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert