Rýfur Ísland 30 ára markaþurrð?

Elín Metta Jensen fagnar marki sínu fyrir Ísland gegn Færyjum …
Elín Metta Jensen fagnar marki sínu fyrir Ísland gegn Færyjum í undankeppni HM 2019. mbl.is/Kristinn Magnússon

Það eru 30 ár síðan íslenskt A-landslið kvenna í knattspyrnu þandi netmöskvana á marki Þýskalands, en liðin eigast við í í öðrum leik íslenska liðsins í undankeppni HM 2019 í Wiesbaden í Þýskalandi klukkan 14.00 í dag. 

Það eru þrír áratugir síðan Guðrún Sæmundsdóttir skoraði síðara mark Íslands í 3:2-tapi gegn Þýskalandi í vináttulandsleik sem fram fór ytra. Þjóðirnar hafa mæst 10 sinnum síðan og Þjóðverjar ávallt unnið án þess að fá á sig mark.

Fanndís Friðriksdóttir og Elín Metta Jensen leiða framlínu íslenska liðsins í dag, en svo er ávallt hætta af íslenska liðinu í föstum leikatriðum. 

Það er vonandi að íslenska liðið finni glufu á þéttri vörn þýska liðsins í leik liðanna sem hefst eftir um það bil stundarfjórðung. Leiknum verður lýst í beinni textalýsingu mbl.is hérna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert