Sandra æfði með körlum fyrir landsliðsverkefni

Landsliðskonan og Íslandsmeistarinn Sandra María Jessen segist hafa æft með 2. flokki karla hjá KA til að halda sér við fyrir landsliðsverkefnin eftir að Íslandsmótinu lauk. 

„Við höfum flestar æft með strákum í okkar félagsliðum. Ég hef æft með 2. flokki hjá KA sem er rosalega fínt. Öðruvísi áreiti sem maður fær en maður hefur gert allt sem maður getur til að halda sér í standi,“ sagði Sandra þegar mbl.is spjallaði við hana í Wiesbaden í gær en hún er í landsliðinu sem mætir Þýskalandi í dag og Tékklandi á þriðjudag í undankeppni HM. 

„Þetta er lið sem leggur mikið upp úr líkamlegu atvgervi þannig að þær munu mæta okkur hart og fast. Er það eitthvað sem við ættum að geta tekið vel við og gefið þeim fast á móti,“ sagði Sandra meðal annars um Þjóðverjana en viðtalið í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Sandra María Jessen.
Sandra María Jessen. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert