Nutu stundarinnar

Íslenska liðið fagnar marki gegn Þýskalandi.
Íslenska liðið fagnar marki gegn Þýskalandi. Ljósmynd/Reimund Sand

Kvennalandsliðið í knattspyrnu skilaði sér á tíunda tímanum á laugardagskvöldið, að staðartíma, á leikstað í Znojmo í Tékklandi. Þar er fram undan hjá liðinu leikur á móti Tékklandi í undankeppni HM á morgun.

Landsliðið flaug frá Frankfurt til Vínar undir kvöld og kom með rútu til Znojmo. Það tók um eina og hálfa klukkustund en bærinn er sem sagt nærri landamærunum að Austurríki.

Landsliðið æfði í Wiesbaden í laugardagsmorguninn áður en farið var til Tékklands en fékk frí frá æfingum í gær. Fundahöld voru þó á dagskrá hjá þjálfurum og leikmönnum í gærkvöldi.

Engin landsliðskvennanna kennir sér meins eftir 3:2 sigurleikinn sögulega gegn Þýskalandi en frammistaðan hefur þó væntanlega útheimt talsverða orku. „Jú, jú, hann gerði það enda var lagt upp með að leggja allt í þann leik og svo væri staðan tekin á mannskapnum að leiknum loknum gegn Þjóðverjum,“ sagði Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari, í samtali við Morgunblaðið á hóteli landsliðsins í gær.

„Þær borðuðu vel á föstudagskvöldið, þær sem vildu fara í ísbað gerðu það og við tók meðferð hjá sjúkraþjálfurum hjá einhverjum leikmönnum. Daginn eftir æfði hluti hópsins með mér og Óla (Ólafi Péturssyni markmannsþjálfara). Þær sem ekki komu við sögu í leiknum fengu þá góða æfingu úti á velli en þær sem spiluðu leikinn fóru í líkamsræktarsal. Flestar eru með áætlanir hver fyrir sig þegar kemur að endurheimt. Þær eru bara það miklir fagmenn að þær vita hvað þær þurfa að gera til að koma sér sem fyrst í leikform á ný.“

Sjáðu greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert