„Verður ekki auðvelt“

Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir segir ljóst að lið Tékklands sé hörkulið og bendir á að Tékkar eigi tvö lið í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 

Ísland mætir Tékklandi í Znojmo á morgun klukkan 16 að íslenskum tíma í þriðja leik sínum í undankeppni HM. Fram til þessa hefur Ísland unnið Færeyjar og Þýskaland. 

„Við [leikmenn] vitum ekkert rosa mikið um þær enn þá en miðað við úrslit hjá þeim í undankeppninni þá vitum við að þetta er hörkulið. Tékkar eru enn þá með tvö lið í  Meistaradeildinni þannig að við vitum að þetta verður rosalega erfiður leikur,“ sagði Gunnhildur Yrsa meðal annars þegar mbl.is ræddi við hana en viðtalið í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Sara Björk Gunnarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagna sigrinum á …
Sara Björk Gunnarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagna sigrinum á Þjóðverjum. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert