Gunnar Már aðstoðar Ólaf Pál

Gunnar Már Guðmundsson handsalar samning um að gegna starfi aðstoðarþjálfara …
Gunnar Már Guðmundsson handsalar samning um að gegna starfi aðstoðarþjálfara hjá Fjölni. Ljósmynd/Fjölnir

Gunnar Már Guðmundsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks Fjölnis í knattspyrnu karla. Hann mun því aðstoða Ólaf Pál Snorrason sem nýverið var ráðinn aðalþjálfari í stað Ágústs Gylfasonar.

Gunnar Már lagði skóna á hilluna í haust eftir langan feril sem hófst með Fjölni í 3. deild árið 2001. Hann afrekaði það að leika með Fjölni í 3., 2., 1. og úrvalsdeild á ferlinum en lék einnig með FH, Þór og ÍBV í efstu deild. Hann lék 20 leiki með Fjölni í Pepsi-deildinni í sumar.

Gunnar hefur auk þess að spila verið þjálfari kvennaliðs Fjölnis síðustu tvö ár en er hættur í því starfi. Samhliða aðstoðarþjálfarastarfinu verður hann hins vegar áfram yfirþjálfari yngri flokka hjá Fjölni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert