Ísland er mjög vel skipulagt lið

Landsliðið á æfingu í Tékklandi.
Landsliðið á æfingu í Tékklandi. mbl.is/Kris

„Við höfum skoðað leiki Íslands og þá sérstaklega leikinn gegn Þjóðverjum. Við vitum að íslenska liðið er gott og mjög vel skipulagt. Íslensku landsliðskonurnar virðast vera einbeittar og metnaðarfullar,“ sagði Karel Rada, landsliðsþjálfari Tékklands, í samtali við íslenska fjölmiðla í gær.

Þjálfarinn gerði ekki of mikið úr styrk tékkneska liðsins en sagði að mikil vinna hefði verið unnin og síðustu leikir liðsins hefðu verið góðir.

„Við sjáum framfarir og þær hafa skilað sér í síðustu leikjum. Við væntum þess að verða enn betri því við erum með efnilega leikmenn,“ sagði Rada. Spurður hvort Tékkar myndu njóta stuðnings áhorfenda sagðist hann vonast eftir sem flestum en vildi engu lofa þegar hann spjallaði við Íslendinga skömmu fyrir æfingu tékkneska liðsins seinni partinn í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert