„Þurfum að fara eftir skipulagi“

Miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir á von á erfiðum leik á móti Tékklandi á morgun í undankekeppni HM í knattspyrnu. 

„Ég held að þetta verði svipaður leikur að því leyti að hann verður erfiður,“ sagði Glódís við mbl.is og átti þar við leikinn gegn Þýskalandi síðasta föstudag.

„Þær eru með gott lið og munu mæta alveg grjótharðar til leiks. Við þurfum að sama skapi að mæta alveg 100%, fara eftir skipulagi og taka slagina sem verða hér á morgun,“ sagði Glódís meðal annars en viðtalið við hana í heild sinni er að finna í meðfylgjandi myndskeiði. 

Viðtalið var tekið á leikvanginum í Znojmo rétt fyrir landsliðsæfingu í dag. Eins og heyra má blés vindurinn í gegnum völlinn og því er spurning hvort aðstæður verði nokkuð íslenskar þegar Ísland mætir Tékklandi á morgun, þriðjudag, klukkan 16 að íslenskum tíma. 

Frá landsliðsæfingu í Tékklandi. Glódís er standandi fyrir miðri mynd.
Frá landsliðsæfingu í Tékklandi. Glódís er standandi fyrir miðri mynd. mbl.is/kris
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert