Fjolla Shala í landslið Kósóvó

Fjolla Shala á ferðinni í leik gegn Val.
Fjolla Shala á ferðinni í leik gegn Val. mbl.is/Árni Sæberg

Fjolla Shala, leikmaður Breiðabliks í knattspyrnu, hefur verið valin í kvennalandslið Kósóvó. Fjolla flutti hingað til lands fimm ára gömul, en foreldrar hennar eru frá Kósóvó.

Blikar greina frá þessu nú í morgunsárið, en Fjolla hefur spilað í gegnum yngri landslið Íslands og á samtals að baki 31 leik, þar af 19 með U19 ára landsliðinu þar sem hún var reglulega fyrirliði. Fjolla mun spila vináttuleik með Kosovo á móti Svartfjallalandi og fer leikurinn fram á ólympíuleikvanginum í Mitrovica þann 26 nóvember. 

Það verður fyrsti leikur hennar í meira en ár, en hún missti af öllu síðasta sumri eftir að hafa slitið krossband í hné sumarið 2016.

UEFA samþykkti landslið Kósóvó árið 2016 og tók þátt í fyrsta sinn í opinberri keppni þegar kvennalandsliðið tók þátt í forriðlum undankeppni fyrir HM í Frakklandi 2019, en komst ekki áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert