Markvörður Stjörnunnar sleit hásin

Guðjón Orri Sigurjónsson.
Guðjón Orri Sigurjónsson. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Knattspyrnulið Stjörnunnar hefur orðið fyrir áfalli eftir að markvörðurinn Guðjón Orri Sigurjónsson sleit hásin á æfingu í gærkvöldi.

Þetta er fullyrt á fotbolti.net í morgun, en Guðjón Orri er sagður þurfa að fara í aðgerð og verður frá næstu 5-6 mánuðina. Hann ætti því að geta snúið aftur í upphafi næsta keppnistímabils í Pepsi-deild karla.

Guðjón Orri er nýkominn aftur til Stjörnunnar eftir að hafa verið á mála hjá Selfossi í sumar, en hann er uppalinn hjá ÍBV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert