Sonný Lára framlengir við Blika

Sonný Lára og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, handsala samninginn í …
Sonný Lára og Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, handsala samninginn í dag. Ljósmynd/Blikar.is

Knattspyrnumarkvörðurinn Sonný Lára Þráinsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Breiðablik og mun því halda áfram að verja mark liðsins.

Sonný er 31 árs gömul og hefur verið í röðum Breiðabliks frá árinu 2014, en hún er uppalin í Fjölni. Hjá Breiðabliki hefur hún orðið bæði Íslands- og bikarmeistari en hún hefur aðeins fengið á sig 22 mörk samanlagt á síðustu þremur árum í Pepsi-deildinni.

Sonný á að baki þrjá leiki með A-landsliði Íslands og fór til að mynda á EM í Hollandi í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert