Riðlarnir í Lengjubikarnum tilbúnir

Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, tók við Lengjubikar karla 2017 eftir …
Indriði Sigurðsson, fyrirliði KR, tók við Lengjubikar karla 2017 eftir sigur á Grindavík í úrslitaleiknum. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Dregið hefur verið í riðla fyrir deildabikarkeppni karla í knattspyrnu, Lengjubikarinn, sem á að hefjast föstudaginn 9. febrúar.

Í A-deild keppninnar leika öll 24 liðin í tveimur efstu deildum karla og þau raðast niður í riðlana sem hér segir:

Riðill 1: Valur, Víkingur R., ÍBV, ÍA, Fram, Njarðvík.
Riðill 2: KR, Breiðablik, KA, Þróttur R., ÍR, Magni.
Riðill 3: Stjarnan, Fjölnir, Keflavík, Víkingur Ó., Leiknir R., Haukar.
Riðill 4: FH, Grindavík, Fylkir, HK, Þór, Selfoss.

Nú komast aðeins sigurlið riðlanna áfram og fara beint í undanúrslit en samkvæmt leikjaplani KSÍ verða ekki átta liða úrslit eins og áður. Undanúrslit eiga að fara fram 24. mars og úrslitaleikurinn mánudaginn 2. apríl, mun fyrr en áður hefur tíðkast.

Í Lengjubikar kvenna er ekki dregið í riðla. Þar leika sex efstu lið Íslandsmótsins 2017 í A-deildinni en það eru Þór/KA, Breiðablik, Valur, Stjarnan, ÍBV og FH. Keppni hefst laugardaginn 10. febrúar og fjögur efstu liðin fara í undanúrslit sem verða leikin 15. apríl en úrslitaleikur er fyrirhugaður 22. apríl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert