Ísland í tuttugasta sæti hjá FIFA

Íslenska kvennalandsliðið.
Íslenska kvennalandsliðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu endar árið í 20. sæti á heimslista FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sem birtur var í morgun.

Liðið hækkar sig um eitt sæti frá síðasta lista sem var birtur 1. september og sjö stig í þremur leikjum í undankeppni HM og sigur á næstefsta liði listans, Þýskalandi, dugðu því ekki nema til að komast upp fyrir Austurríki sem sígur niður í 21. sætið í staðinn.

Bandaríkin, Þýskaland og England eru áfram í þremur efstu sætunum en Ástralía fer upp í fjórða sætið úr því sjötta, á kostnað Frakka sem detta niður um tvö sæti í staðinn. Kanada er áfram í fimmta sætinu.

Spánn hækkar sig mest af efstu 20 þjóðunum og fer upp um fjögur sæti, í það þrettánda.

Þýskaland hefur í kjölfarið á ósigrinum gegn Íslandi aldrei verið með jafn lítið forskot á næstu Evrópuþjóð frá því listinn var fyrst gefinn út en aðeins 19 stigum munar á Þýskalandi sem er í 2. sæti og Englandi sem er í 3. sæti.

Bestu 25 knattspyrnulandslið heims samkvæmt listanum eru eftirtalin:

1. Bandaríkin
2. Þýskaland
3. England
4. Ástralía
5. Kanada
6. Frakkland
7. Holland
8. Brasilía
9. Japan
10. Svíþjóð
11. Norður-Kórea
12. Danmörk
13. Spánn
14. Suður-Kórea
      Noregur
16. Kína
17. Sviss
      Ítalía
19. Nýja-Sjáland
20. ÍSLAND
21. Austurríki
22. Belgía
23. Skotland
24. Kólumbía
25. Rússland

Listinn í heild sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert