Ísland upp um tvö sæti á FIFA-listanum

Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson
Gylfi Þór Sigurðsson og Jón Daði Böðvarsson mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er í 20. sæti á nýjum styrkleika Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, sem gefinn var út í dag.

Íslendingar hækka um tvö sæti á listanum frá því í síðasta mánuði, fara uppfyrir Hollendinga og Úrúgvæja, og eru í 13. sæti af Evrópuþjóðum. Danir eru efstir af Norðurlandaþjóðunum en þeir eru í 12. sæti og Svíar eru í 18. sæti. Norðmenn eru í 58. sæti, Finnar í 68. sæti og Færeyingar í 97. sæti en alls eru 211 þjóðir á listanum.

Ísland hefur best náð að vera í 19. sæti listans en það var í júlí 2017.

Argentínumenn, sem verða fyrstu mótherjar Íslendinga á HM í sumar, eru í 4. sæti, Króatar eru í 15. sæti og Nígeríumenn eru í 51. sæti.

Efstu 25 þjóðir á FIFA-listanum:

1. Þýskaland
2. Brasilía
3. Portúgal
4. Argentína
5. Belgía
6. Spánn
7. Pólland
8. Sviss
9. Frakkland
10. Síle
11. Perú
12. Danmörk
13. Kólumbía
14. Ítalía
15. Króatía
16. England
17. Mexíkó
18. Svíþjóð
19. Wales
20. Ísland
21. Holland
22. Úrúgvæ
23. Túnis
24. Senegal
25. Bandaríkin

Sjá allan FIFA-listann

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert