Guðrún fór í nýliðavalið

Guðrún Arnardóttir, til hægri, og Guðmunda Brynja Óladóttir í leik …
Guðrún Arnardóttir, til hægri, og Guðmunda Brynja Óladóttir í leik Breiðabliks og Stjörnunnar. mbl.is/Golli

Guðrún Arnardóttir, knattspyrnukona úr Breiðabliki, tók í gær þátt í nýliðavalinu fyrir bandarísku atvinnudeildina, NWSL-deildina. Hún var í hópi 102 leikmanna sem eru að ljúka háskólanámi í Bandaríkjunum sem fóru í nýliðavalið.

Guðrún endaði ekki í hópi hinna fjörutíu útvöldu sem voru valdar af liðunum tíu sem skipa deildina. Þar af voru 35 bandarískar stúlkur valdar, tvær kanadískar og ein frá Spáni, Mexíkó og Portúgal.

Guðrún er 22 ára gömul, leikur sem varnarmaður, og hefur leikið 85 leiki fyrir Breiðablik í efstu deild hér á landi, sem og fjóra A-landsleiki fyrir Íslands hönd og 31 leik fyrir yngri landslið Íslands.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert