Dofri sleit hásin

Dofri Snorrason, til hægri, í baráttunni við KR-inginn Ástbjörn Þórðarson …
Dofri Snorrason, til hægri, í baráttunni við KR-inginn Ástbjörn Þórðarson síðasta sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Knattspyrnumaðurinn Dofri Snorrason, leikmaður úrvalsdeildarliðs Víkings Reykjavíkur, sleit hásin í leik gegn KR á Reykjavíkurmótinu í gær. Þetta kemur fram á Fótbolta.net.

„Ég var bara að taka af stað á leiðinni í pressu á mann sem hefði mögulega getað fengið boltann. Svo er eins og það sé sparkað aftan í mig, en það er enginn þar. Mér dauðbregður og þá veit ég eiginlega strax hvað hefur gerst,“ sagði Dofri við Fótbolta.net í dag.

Dofri stefnir á að verða klár í slaginn áður en Íslandsmótið hefst.

Dofri er uppalinn KR-ingur en hefur leikið með Víkingum frá 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert