Fyrirliðinn framlengir í Grindavík

Gunnar Þorsteinsson.
Gunnar Þorsteinsson. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Gunnar Þorsteinsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Grindavíkur og er nú samningsbundinn félaginu til loka árs 2020.

Gunnar er fyrirliði liðsins, sem var nýliði í Pepsi-deild karla síðastliðið sumar. Hann spilaði 21 leik af 22 í deildinni og skoraði eitt mark, en hann var að ljúka sínu öðru tímabili með Grindavík eftir að hann sneri aftur til uppeldisfélagsins.

Gunnar spilaði sína fyrstu leiki með Grindavík árið 2009, en gekk síðar til liðs við Ipswich á Englandi. Hann kom heim og gekk í raðir ÍBV árið 2013 og spilaði með Eyjamönnum í þrjú ár, áður en hann kom aftur til Grindavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert