Óskabyrjun á La Manga dugði skammt

Fanndís Friðriksdóttir skoraði gegn Noregi strax á upphafsmínútunum.
Fanndís Friðriksdóttir skoraði gegn Noregi strax á upphafsmínútunum. Ljósmynd/KSÍ

Norðmenn höfðu betur gegn Íslendingum, 2:1, í vináttuleik kvenna í knattspyrnu sem fram fór á La Manga.

Íslendingar fengu óskabyrjun þegar Fanndís Friðriksdóttir skoraði strax á 3. mínútu eftir undirbúning frá Söndru Maríu Jessen. Þetta var 14. landsliðsmark Fanndísar í 90. landsleiknum.

Fyrri hálfleikurinn var í járnum en barátt íslenskt lið átti í fullu tré við norska liðið. Norðmönnum tókst að jafna metin á 42. mínútu þegar Synne Sofie Jensen skoraði af stuttu færi en það var í fyrsta sinn sem íslenska vörnin opnaðist í fyrri hálfleiknum.

Norðmenn komu sterkir til leiks í síðari hálfleik og réðu ferðinni að mestu fyrstu 25 mínúturnar af honum. Synne Sofie Jensen bætti öðru marki við eftir slæm mistök nýliðans Önnu Rakelar Pétursdóttur. Íslendingar náðu ágætum sprettum á lokakafla leiksins en náðu ekki að ógna norska markinu að neinu ráði og Norðmenn hrósuðu 2:1 sigri.

Fimm leikmenn léku sína fyrstu landsleiki í íslenska liðinu en það voru þær Anna Rakel Pétursdóttir, Hlín Eiríksdóttir, Andrea Mist Pálsdóttir, Selma Sól Magnúsdóttir og Guðný Árnadóttir.

Noregur 2:1 Ísland opna loka
90. mín. Ingvild Isaksen (Noregur) á skot framhjá
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert