Strákarnir töpuðu gegn Ísrael

Byrjunarlið Íslands gegn Ísrael í dag.
Byrjunarlið Íslands gegn Ísrael í dag. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska U17 ára landslið drengja í knattspyrnu tapaði fyrir Ísrael í öðrum leik sínum á alþjóðlegu móti í Hvíta-Rússlandi í dag, 3:0.

Ísland vann Slóvakíu í fyrsta leik sínum á sunnudag þar sem Karl Friðleifur Gunnarsson, leikmaður Breiðabliks, skoraði sigurmarkið í fyrri hálfleik en í dag voru Ísraelar sterkari aðilinn. Staðan var 1:0 í hálfleik og eftir hlé fékk íslenska liðið tvö mörk á sig til viðbótar.

Ísland mætir Rússlandi á morgun og eftir það er spilað um sæti, en í hinum riðli mótsins eru Finnland, Belgía, Hvíta-Rússland og Litháen. Mótið er liður í undirbúningi liðsins fyrir milliriðla í undankeppni EM 2018

Byrjunarlið Íslands í dag:

Ómar Castaldo Einarsson
Finnur Tómas Pálmason
Brynjar Snær Pálsson 
Egill Darri Makan Þorvaldsson
Sölvi Snær Fodilsson 
Guðmundur Axel Hilmarsson 
Davíð Snær Jóhannsson 
Baldur Logi Guðlaugsson 
Andri Fannar Baldursson 
Viktor Andri Hafþórsson 
Mikael Egill Ellertsson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert