Birkir Már er klár í slaginn

Birkir Már Sævarsson í treyju Vals.
Birkir Már Sævarsson í treyju Vals. mbl.is/Árni Sæberg

Birkir Már Sævarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, gæti á laugardag leikið sinn fyrsta leik fyrir Val eftir endurkomuna úr atvinnumennsku.

Birkir viðbeinsbrotnaði í síðasta leik sínum fyrir Hammarby í Svíþjóð í nóvember, en hefur náð sér á strik á ný og kvaðst í samtali við Morgunblaðið hafa getað æft af fullum krafti síðasta hálfa mánuðinn. Þessi 33 ára gamli varnarmaður, sem lék sem atvinnumaður í Svíþjóð og Noregi síðasta áratuginn, fékk leikheimild með Val í gær en liðið mætir Fram í Lengjubikarnum á laugardag.

Birkir skrifaði undir samning til þriggja ára við Val í desember en þá var ekki útilokað að hann færi að láni til félags í Skandinavíu eða á Englandi. Birkir segir hins vegar ekkert að frétta í þeim málum nú.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert