Valskonur Reykjavíkurmeistarar 2018

Málfríður Erna Sigurðardóttir, fyrirliði Vals, tekur við bikarnum í kvöld.
Málfríður Erna Sigurðardóttir, fyrirliði Vals, tekur við bikarnum í kvöld. mbl.is/Hari

Valskonur tryggðu sér í kvöld Reykjavíkurmeistaratitilinn í fótbolta með 3:1-sigri á KR í Egilshöllinni. Staðan í hálfleik var 1:1, en Valur var sterkari aðilinn í seinni hálfleik og tryggði sér sigurinn.

Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir kom Val yfir með laglegu marki á 36. mínútu en Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir jafnaði á 42. mínútu og voru það einu mörk fyrri hálfleiksins. 

Hallgerður Kristjánsdóttir og Ragna Guðrún Guðmundsdóttir bættu við mörkum fyrir Val í síðari hálfleik og tryggðu Reykjavíkurtitilinn. 

Valur hefur þar með unnið mótið þrjú ár í röð og tíu sinnum á undanförnum ellefu árum.

Hallbera Guðný Gísladóttir fagnar marki sínu í kvöld.
Hallbera Guðný Gísladóttir fagnar marki sínu í kvöld. mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert