Lennon bjargaði FH frá tapi

Steven Lennon var frábær síðasta sumar fyrir FH-inga.
Steven Lennon var frábær síðasta sumar fyrir FH-inga. mbl.is/Árni Sæberg

FH-ingar kræktu naumlega í stig gegn 1. deildarliði HK þegar liðin mættust í Kórnum í kvöld í Lengjubikar karla í knattspyrnu.

Liðin gerðu 1:1-jafntefli. Guðmundur Júlíusson kom HK yfir fimm mínútum fyrir leikhlé en það var svo Skotinn Steven Lennon sem jafnaði metin á 90. mínútu.

Liðin leika í 4. riðli A-deildar og eru FH-ingar með 4 stig eftir þrjá leiki, en HK með 2 stig eftir þrjá leiki. Grindavík og Fylkir eru í betri málum með 4 stig hvort eftir tvo leiki, en Þór er með 1 stig eftir einn leik og Selfoss án stiga eftir einn leik.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert