Veigar Páll tekur slaginn í 3. deild

Veigar Páll Gunnarsson leikur í Garðabænum í sumar.
Veigar Páll Gunnarsson leikur í Garðabænum í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson leikur með 3. deildarliðinu KFG, Knattspyrnufélagi Garðabæjar, í sumar. Veigar var síðast samningsbundinn FH en var lánaður til Víkings síðari hluta síðasta sumars. 

Veigar gaf það út eftir síðasta sumar að hann væri hættur knattspyrnuiðkun, en hann virðist hafa endurskoðað þá ákvörðun. Veigar var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari Stjörnunnar og mun hann sinna því starfi, meðhliða spilamennskunni.

Á glæsilegum ferli lék Veigar 34 landsleiki og skoraði í þeim sex mörk. Hann lék sem atvinnumaður í áraraðir með þremur liðum í Noregi, þar af gekk hann þrívegis í raðir Stabæk, og Nancy í Frakklandi.

Veigar er uppalinn í Stjörnunni og varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2014. Hann lék einnig með KR og var Íslandsmeistari 2002 og 2003 í Vesturbænum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert