Hnéskelin fór á flakk en fékk góðar fréttir

Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari KA og Milan Joksimovic.
Srdjan Tufegdzic, Túfa, þjálfari KA og Milan Joksimovic. Ljósmynd/KA

Serbneski knatt­spyrnumaður­inn Mil­an Joksimovic, sem kom til KA-manna í síðasta mánuði, meidd­ist illa á hné í sig­ur­leik KA gegn Breiðabliki í Lengjubikarnum fyrir rúmri viku. Hnéskelin færðist þá meðal annars úr stað, en hann fékk þó góðar fréttir í dag.

Í fyrstu var talið að um afar alvarleg meiðsli væru að ræða, en krossbandið var þó heilt en óvissa ríkti um liðböndin. Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, sagði við fotbolti.net í dag að liðböndin væru í lagi en það tæki um 4-6 vikur fyrir hnéskelina að gróa almennilega. Joksimovic ætti að vera klár í slaginn snemma í maí, en Pepsi-deildin hefst þann 28. apríl.

Joksimovic er 27 ára gam­all vinstri bakvörður sem kom til KA-manna frá liði frá Gorodeya í Hvíta-Rússlandi. Joksimovic kom til Gorodeya og lék seinni hluta tíma­bils­ins í úr­vals­deild­inni í Hvíta-Rússlandi 2017 þar sem hann spilaði 12 leiki. Áður lék hann í fjög­ur ár í næ­stefstu deild í Serbíu en hafði áður spilað í úr­vals­deild­inni þar í þrjú ár með Indija og Spar­tak Su­botica.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert