Leiknir R. lenti í vandræðum með KH

Ásgeir Marteinsson skoraði þrennu í kvöld.
Ásgeir Marteinsson skoraði þrennu í kvöld. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Níu leikir fóru fram í Mjólkurbikar karla í fótbolta í kvöld. 3. deildarlið KH komst í 2:0 gegn 1. deildarliði Leiknis R, en Leiknismenn gáfust ekki upp og knúðu fram 3:2-sigur. Andi Morina og Kolbeinn Kárason skoruðu fyrir KH, en Sólon Breki Leifsson, Aron Daníelsson og Sævar Atli Magnússon svöruðu fyrir Leikni. 

Það tók Þrótt R. 67 mínútur að komast yfir á móti Vængjum Júpíters, en markið var sjálfsmark. Daði Bergsson skoraði svo annað mark Þróttar á 75. mínútu og tryggði 1. deildarliðinu 2:0-sigur. 

Ásgeir Marteinsson skoraði þrennu í 5:0-sigri HK á Álftanesi. Hákon Þór Sófusson og Eiður Gauti Sæbjörnsson skoruðu einnig fyrir HK. Selfoss hafði betur gegn Gróttu í vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 1:1 og skoruðu liðin sitt hvort markið í framlengingunni. Selfoss skoraði úr fjórum vítum gegn tveimur hjá Gróttu. 

Öll úrslit bikarsins í dag má sjá hér fyrir neðan:
Kári - Elliði 9:1
Kórdrengir - Njarðvík 0:2
KH - Leiknir R. 2:3
Vængir Júpíters - Þróttur R. 0:2
HK - Álftanes 5:0
Höttur - Huginn 3:0
Léttir - Hamar 0:1
Selfoss - Grótta 6:4 (eftir vítaspyrnukeppni)
Þróttur V. - Víðir 1:2

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert