Berisha kominn til Fjölnis

Valmir Berisha.
Valmir Berisha.

Fjölnir hefur fengið sænska knattspyrnumanninn Valmir Berisha lánaðan frá Aalesund í Noregi til 19. júlí, með möguleika á framlengingu út tímabilið.

Berisha er 21 árs gamall sóknarmaður, fæddur í Kósóvó en alinn upp í Svíþjóð og hefur leikið fjölda leikja fyrir yngri landslið Svía. Hann varð á sínum tíma markahæsti leikmaður heimsmeistaramóts U17 ára liða.

Berisha fór til Roma á Ítalíu þegar hann var 18 ára, var lánaður þaðan til Panathinaikos í Grikklandi og fór þaðan til hollenska liðsins Cambuur. Hann lék 23 leiki með Aalesund í norsku úrvalsdeildinni í fyrra en var í vandræðum þar í ár þar sem of margir erlendir leikmenn voru komnir í herbúðir liðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert