Ný treyja Valsmanna

Einar Karl Ingvarsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Haukur Páll Sigurðsson og …
Einar Karl Ingvarsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Haukur Páll Sigurðsson og Kristinn Freyr Sigurðsson í nýju treyjum Valsmanna. Ljósmynd/Valur

Knattspyrnudeild Vals kynnir til leiks nýja Valstreyju fyrir sumarið en hún er hönnuð og framleidd af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Macron.

Í fréttatilkynningu frá Val kemur eftirfarandi fram:

„Í dag kynnir knattspyrnudeild Vals sérhannaða Valstreyju fyrir sumarið 2018. Treyjan er hönnuð og framleidd af ítalska íþróttavöruframleiðandanum Macron sem hannar og framleiðir hátísku íþróttafatnað á heimsmælikvarða.

Í ár eru 150 ár liðin frá fæðingu sr. Friðriks. Það er því við hæfi að tileinka honum og mörgum af bestu sonum og dætrum Vals þessa treyju. Treyjan skartar fæðingarári og nafni sr. Friðriks á kraga hennar og að innan er rituð tilvitnun í frægustu orð hans sem við þekkjum öll „látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði“.

Á treyjuna eru einnig prentuð nöfn 53 leikmanna sem leikið hafa með Val og landsliði Íslands í knattspyrnu, auk þess sem Valsmerkið er sérstaklega veglegt. Eins og áður hefur komið fram verður treyjan eingöngu notuð í sumar og því hvetjum við Valsmenn og konur að tryggja sér þessa einstöku treyju sem er til sölu á vefsíðu Macron.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert