Árvakur tippar á Val og Þór/KA

Leikmenn Þórs/KA fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrra.
Leikmenn Þórs/KA fagna Íslandsmeistaratitlinum í fyrra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þór/KA og Valur verja titla sína á Íslandsmótinu í knattspyrnu ef marka má starfsfólk Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins.

Kristalskúlur voru dregnar fram í Hádegismóum og þar sáu flestir Akureyringa og Valsmenn endurtaka leikinn frá 2017.

Þór/KA verður Íslandsmeistari samkvæmt spánni og fékk góða kosningu en liðið mátti þó hafa mikið fyrir því að halda Valskonum fyrir aftan sig. Einungis fimm stigum munaði á liðunum tveimur og því er búist við Valsliðinu sterku í sumar. Fleiri settu raunar Val í efsta sætið en mun fleiri settu Þór/KA í efstu tvö sætin. Valur fór oftar niður í 3. sætið í spánni.

Enn minni munur var í baráttunni um 3. sætið en Breiðablik marði Stjörnuna í því kapphlaupi. Enginn spáði Blikum efsta sætinu en Garðbæingar fengu eitt atkvæði í efsta sætið.

Spáin í Pepsi-deild kvenna:

1. Þór/KA 144
2. Valur 139
3. Breiðablik120
4. Stjarnan 118
5. ÍBV 93
6. FH 74
7. KR 65
8. Selfoss 54
9. HK/Víkingur 41
10.Grindavík 40

Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð.
Valsmenn fagna Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð. mbl.is/Árni Sæberg

Glæsileg kosning hjá Val

Valsmenn fengu glæsilega kosningu í karladeildinni og meistararnir urðu langefstir. Einungis einn spámaður sá fyrir sér að örlög Valsmanna í haust verði verri en 2. sætið. FH-ingar verða sterkir ef marka má spána en algengast var að FH væri sett í 2. sætið.

KR-ingar verða ofarlega samkvæmt þessu og voru ekki ýkja langt á eftir FH-ingum. Stjörnunni er spáð 4. sæti en tveir sáu fyrir sér að liðið gæti orðið meistari. Breiðablik kom rétt á eftir í 5. sæti en mjög algengt var að liðinu væri spáð 5. sætinu og gerðist það þrettán sinnum.

Spáin í Pepsi-deild karla lítur þannig út:

1. Valur 270
2. FH 247
3. KR 222
4. Stjarnan 195
5. Breiðablik 191
6. KA 158
7. Fjölnir 125
8. Grindavík 116
9. Fylkir 94
10.Víkingur 82
11. ÍBV 74
12. Keflavík 62

40 síðna veglegt fótboltablað fylgir Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert