Óli Stefán mátaði Íslandsmeistarana

Kristinn Ingi Halldórsson og Gunnar Þorsteinsson eigast við í leiknum …
Kristinn Ingi Halldórsson og Gunnar Þorsteinsson eigast við í leiknum í Grindavík í kvöld. Ljósmynd/Víkurfréttir

Grindavík tók á móti Val í 5. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í kvöld en leiknum lauk með 2:1 sigri heimamanna.

Aron Jóhannsson kom Grindvíkingum yfir strax á 13. mínútu eftir hörmuleg mistök Antons Ara Einarssonar í marki gestanna. Patrick Pedersen jafnaði hins vegar metin fyrir Valsara á 43. mínútu með marki úr vítaspyrnu eftir að Brynjar Ásgeir Guðmundsson hafði brotið á Sindra Björnssyni innan teigs.

Það virtist allt stefna í jafntefli þegar að Dagur Ingi Hammer krækti í aukaspyrnu við vítateigsbogann á 88. mínútu. José Sito gerði sér lítið fyrir og hamraði boltann yfir vegginn og framhjá Antoni Ara í markinu og lokatölur því 2:1 fyrir Grindavík.

Heimamenn skjótast upp í annað sæti deildarinnar með 10 stig en Valsmenn eru í áttunda sætinu með 6 stig eftir fyrstu fimm umferðirnar.

Grindavík 2:1 Valur opna loka
90. mín. Gestirnir vilja fá vítaspyrnu en Vilhjálmar Alvar dæmir ekkert.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert