Ekkert bakslag í titilvörn Þórs/KA

Stephany Mayor, framherji Þórs/KA, og Hugrún Lilja Ólafsdóttir berjast um …
Stephany Mayor, framherji Þórs/KA, og Hugrún Lilja Ólafsdóttir berjast um boltann í leiknum í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þór/KA og KR mættust á Þórsvelli í 4.umferð Pepsi-deildar kvenna í leik sem var að ljúka nú í þessu. Leiknum lauk með 2:0 sigri Þór/KA sem er áfram með fullt hús stiga í deildinni.

Fyrri hálfleikur var mjög rólegur og alls ekki mikið um færi. Gestirnir úr Vesturbænum voru agaðir og leikmönnum Þór/KA gekk afar illa að skapa sér færi. Staðan var 0:0 í hálfleik.

Á 54. mínútu var ísinn brotinn. Eftir hornspyrnu Þór/KA náði Lillý Rut Hlynsdóttir skoti úr markteignum. Boltanum var bjargað á línu en það fór ekki betur en svo að boltinn fór beint aftur í varnarmann KR og þaðan í netið.

Áfram var þó lítið um færi en Þór/KA bætti við öðru marki á 86. mínútu. Skyndisókn Þór/KA endaði með því að Margrét Árnadóttir lagði boltann inn á Stephany Mayor sem kláraði vel. Lokatölur á Þórsvelli 2:0.

Eftir leikinn er Þór/KA á toppi deildarinnar með 12 stig eftir fjórar umferðir. Gestirnir í KR hafa hins vegar þrjú stig.

Þór/KA 2:0 KR opna loka
90. mín. Nú er það Ariana sem kemur boltanum í netið en aftur er dæmd rangstaða.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert