Valskonur unnu í viðburðaríkum leik

Elín Metta Jensen komin fram hjá Maggý Lárentínusdóttur og búin …
Elín Metta Jensen komin fram hjá Maggý Lárentínusdóttur og búin að koma boltanum fram hjá Björk Björnsdóttur í marki HK/Víkings í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Valur vann 2:0-sigur á nýliðum HK/Víkings þegar liðin áttust við í fjórðu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur eru með 9 stig en HK/Víkingur hefur þrjú stig.

Leikurinn byrjaði með miklum sóknarþunga Valskvenna þar sem HK/Víkingur lá frekar mikið til baka og virtist vera að þreifa aðeins fyrir sér. Framlína Vals var í aðalhlutverki með Elínu Mettu, Ásdísi Karen, og Stefaníu Ragnars sífellt ógnandi, en þéttur varnarmúrinn með Björk í markinu fyrir aftan hélt hreinu framan af.

Það var svo Björk í marki HK/Víkings sem missti fasta fyrirgjöf frá Crystal Thomas í fangið á Elínu Mettu sem gerði vel að koma sér í skotstöðu í vítateignum en var spörkuð niður og víti dæmt. Elín Metta skoraði örugglega úr vítinu og Valur komst sanngjarnt yfir, staðan 1:0. Pressan virtist þó fara af gestunum við markið, og þeir áttu ágætisspilkafla og náðu að skapa sér ágætisfæri fyrir hálfleik.

HK/Víkingskonur komu hlaðnar krafti inn í seinni hálfleik, náðu að halda boltanum vel og voru skapandi fram á við, en það telur víst ekki, það eru mörkin sem telja. Valskonur skoruðu svo laglegt mark eftir frábært upplegg frá Elínu Mettu, í þetta sinn var það Crystal Thomas sem skoraði af markteigshorninu fjær með laglegum skalla. Seinni hálfleikur var viðburðarríkur með mörgum marktækifærum á báða bóga og leikurinn staðfesting á því að sumarið verður spennandi.

Á heildina litið var þetta frekar jafn leikur, en Valur nýtti færin og leikurinn endaði með 2:0 sigri heimakvenna.

Valur 2:0 HK/Víkingur opna loka
90. mín. Kristina Maksuti (HK/Víkingur) á skot sem er varið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert