Áföll hjá HK og ÍR

Hafsteinn Briem, til hægri, í leik með HK í vetur.
Hafsteinn Briem, til hægri, í leik með HK í vetur. mbl.is/Hari

Topplið HK í Inkasso-deild karla í knattspyrnu og ÍR sem leikur í sömu deild hafa bæði orðið fyrir miklum áföllum þar sem öflugir leikmenn þessara liða eru úr leik á þessu keppnistímabili.

Hafsteinn Briem, sem sneri aftur til HK í vetur eftir sjö ára fjarveru og lék síðustu árin með ÍBV, fór meiddur af velli í leik liðsins á dögunum. Í ljós hefur komið að hann er með slitið krossband í hné og verður þar með frá keppni fram á næsta ár.

Viktor Örn Guðmundsson, leikmaður ÍR sem áður lék m.a. með FH, meiddist fyrir nokkrum vikum og lék ekki með Breiðholtsliðinu í fyrstu umferðunum. Nú er komið á daginn að hann er með slitið krossband í hné og þar með ljóst að hann spilar ekkert fyrr en á næsta ári.

Viktor Örn Guðmundsson í leik með ÍR gegn Fylki í …
Viktor Örn Guðmundsson í leik með ÍR gegn Fylki í fyrra. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert