Ég hef ekki spilað í þrjú ár

Maciej Majewski í leiknum í kvöld.
Maciej Majewski í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég var ekki viss hvernig ég átti að undirbúa mig," sagði Maciej Majewski, pólskur markmaður Grindavíkur, í samtali við mbl.is eftir 1:1-jafntefli við Stjörnuna á útivelli í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. 

Majewski hefur verið varamarkmaður Grindavíkur síðustu þrjú tímabil, en hann hefur leikið á Íslandi síðan 2011, fyrst með KFR og Sindra og svo Grindavík. Hann lék sinn fyrsta leik í efstu deild í kvöld. 

„Ég hef verið að vinna í sjálfum mér og vinna með þjálfurunum. Ég var svolítið stressaður fyrir leik en mér leið um vel um leið og ég kom inn á völlinn. Stundum þarf maður að bíða. Ég hef ekki spilað í þrjú ár en svona er að vera markmaður stundum.

Maður þarf að bíða eftir tækifærunum. Ég er mjög ánægður að ég gat hjálpað liðinu að ná í stigið í kvöld. Ég hef verið að æfa vel og ég er ánægður með eigin frammistöðu. Ég náði að verja nokkrum sinnum vel."

Majewski sagðist ekki ætla að krefjast þess að fá að byrja næsta leik. 

„Jajalo hefur verið að spila sem aðalmarkmaður á þessari leiktíð og ég veit ekki hvað þjálfararnir eru að hugsa. Þessi leikur sannar að við erum með tvo góða markmenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert