Öruggt hjá KR gegn KA

KR-ingar fagna marki í kvöld.
KR-ingar fagna marki í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg.

KR sigraði KA, 2:0, í 6. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í vesturbæ Reykjavíkur í dag. KR er í 4. – 5. sæti með níu stig en KA í því 10. með fimm stig.

Fyrri hálfleikur var með rólegra móti, KR-ingar voru meira með boltann en náðu ekki að skapa sér almennilegt marktækifæri.

Allt leit út fyrir að staðan yrði markalaus að loknum fyrri hálfleik þegar Björgvin Stefánsson laumaði sér á fjærstöng eftir sendingu Óskars Arnar Haukssonar og skoraði á 44. mínútu.

Heimamenn hófu seinni hálfleikinn ágætlega og skoruðu annað markið á 58. mínútu. Kennie Chopart skoraði þá með góðu skoti eftir laglegan undirbúning André Bjerregaard.

Eftir annað markið höfðu KR-ingar öll völd á vellinum, settu í hlutlausan gír og tryggðu sér öruggan sigur.

KR 2:0 KA opna loka
90. mín. Pálmi Rafn Pálmason (KR) á skot sem er varið Þrumuskot frá vítateigslínu, beint á Aron Elí.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert