Grindavík stal stigi í Garðabæ

Björn Berg Bryde, Brynjar Ásgeir Guðmundsson og Maciej Majewski verjast …
Björn Berg Bryde, Brynjar Ásgeir Guðmundsson og Maciej Majewski verjast Baldri Sigurðssyni í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Stjarnan og Grindavík gerðu 1:1-jafntefli á Samsung-vellinum í 6. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld. Segja má að Grindavík hafi stolið stigi, þar sem Stjörnumenn voru mikið betri allan leikinn.

Stjörnumenn voru mikið mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og fengu fjölmörg færi til að skora fyrsta markið. Mislagðar fætur sóknarmanna Garðbæinga og Maciej Majewski í markinu hjá Grindavík kom í veg fyrir það og nýttu Grindvíkingar sér það vel.

Í einni af örfáum sóknum Grindvíkinga skoraði Færeyingurinn René Joensen með góðu skoti innan teigs. Þrátt fyrir fleiri tækifæri tókst Stjörnumönnum ekki að jafna og Grindavík með forystu eftir furðulegan hálfleik.

Það sama var uppi á teningnum í síðari hálfleik, Stjarnan sótti og sótti og Grindavík reyndi að beita skyndisóknum. Verðskuldað jöfnunarmark Stjörnumanna kom loks á 79. mínútu. Varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson var þá fljótastur að átta sig inn í teignum og kláraði hann upp í markvinkilinn.

Þrátt fyrir færi beggja liða urðu mörkin ekki fleiri. Grindavík er nú með 11 stig og Stjarnan sjö. Maciej Majewski var besti maður leiksins, en hann var að spila sinn fyrsta leik í efstu deild.

Stjarnan 1:1 Grindavík opna loka
90. mín. Baldur Sigurðsson (Stjarnan) á skalla sem er varinn Skalli af stuttu færi en Majewski ver virkilega vel, enn og aftur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert