Bojana brött þrátt fyrir tapið

Landsliðsbakvörðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir gerir sig breiða í leik liðanna …
Landsliðsbakvörðurinn Hallbera Guðný Gísladóttir gerir sig breiða í leik liðanna á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Bojana Kristín Besic, þjálfari KR, var óvenju brött eftir 4:0 tap sinna kvenna í kvöld og hún segir „Ég er mjög ánægð með fyrri hálfleik og svo kannski fyrsta korterið í seinna hálfleik. Eftir það duttum við niður, misstum einbeitingu, gerðum mikið af mistökum og Valur er með flott lið og refsuðu okkur fyrir það.“

KR liðið spilaði leikkerfið 4-4-2 og mætti Valsliðinu frekar framarlega, og stóðu sig vel varnarlega en þegar Bojana er spurð um sóknaráherslur liðsins segir hún:

„Við ætluðum að vinna boltann framarlega á miðsvæðinu og vorum að gera það mjög vel, og það er mjög gott svæði til að búa til hættulegar sóknir, en við vorum ekki að nýta það nógu vel í dag. Við vorum ekki með nógu góð hreyfingu fram á við og náðum ekki að koma okkur í nógu góðar skotstöður, eða við vorum að bíða of lengi, við vorum ekki nógu klókar. Það er eitthvað sem við tökum með okkur í næstu leiki til að vinna með. Við reyndum að beita skyndisóknum í seinni hálfleik en það gekk ekki nógu vel. „Við erum rosalega duglegar og vinnusamar, hættum aldrei, erum alltaf að reyna að halda okkur við planið og gefumst aldrei upp. Við höldum alltaf áfram að reyna að skapa og vera hættulegar. Við tökum það með okkur í næstu leiki.“ 

Það telst vera jákvætt fyrir KR að fá reynsluboltann Katrínu Ómarsdóttur inn aftur eftir fráveru síðan um miðjan maí vegna meiðsla.

Næsti leikur KR er við Stjörnuna í Frostaskjólinu 25. Júní kl. 19:15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert