„Erfitt að halda uppi takti í landsleikjahléum“

Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. Valgarður Gíslason

„Við vorum hikandi í aðgerðum okkar í fyrri hálfleik. Aðeins of hægar og flýttum okkur of mikið að koma boltanum frá okkur en í seinni hálfleik vorum við beinskeyttari og hver og einn leikmaður bætti sinn leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, eftir 3:1 sigur liðsins á FH í kvöld.

Um var að ræða fyrsta leikinn eftir langt landsleikjahlé.

„Það er ekki hægt að leyna því að þegar við erum með 8 leikmenn á æfingum í 12 daga, þá var ekki mikið hægt að gera. Það er ekki hægt að taka æfingaleiki til dæmis. Það er erfitt að halda uppi takti í liðinu í landsleikjahléinu því við erum með svo margar í landsliðum. Það er auðvitað jákvætt í sjálfu sér að þær séu í landsliðum en það getur verið slæmt fyrir okkur þegar kemur svo að leikjum.

Guðrún Arnarsdóttir spilaði sinn fyrsta leik fyrir liðið í sumar þegar hún kom inn á undir lok leiksins en hún kom til landsins frá Bandaríkjunum í dag. 

„Það er gott að fá hana. Hún kom til landsins í morgun. Ég þurfti á henni að halda til styrkja aðeins miðsvæðið á kafla í síðari hálfleik og mér fannst hún leysa það vel.“

Hvernig fannst Þorsteini FH liðið spila í dag?

„FH ingar voru að spila vel á móti okkur. Þær voru erfiðar og gerðu okkur erfitt fyrir með því að loka svæðum fyrir okkur. Ég sagði við mínar stelpur í hálfleik að við þyrftum að spila betur í seinni hálfleik til að vinna leikinn. Það er kannski það jákvæða sem við tökum út úr þessu, að við spiluðum tvo ólíka hálfleika, bættum okkur í seinni hálfleik,“ sagði Þorsteinn að lokum.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks.
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks. Valgarður Gíslason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert