Valur mætir Rosenborg

Valur fékk Rosenborg í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar,
Valur fékk Rosenborg í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar, Sigfús Gunnar

Rétt í þessu var dregið í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Valur fékk norsku meistarana Rosenborg  

Valur mun spila fyrri leikinn heima á Origo vellinum en seinni leikurinn verður úti. Fyrri leikurinn verður spilaður annað hvort 10 eða 11 júlí á meðan sá seinni verður 17 eða 18. júlí.

Ef Valur sigrar Rosenborg munu þeir annað hvort mæta Alashkert frá Armeníu eða Celtic frá Skotlandi í annarri umferð forkeppninnar. Þeir leikir munu fara fram 24/25. júlí og 31/1. ágúst

Það er ljóst að verkefnið verður krefjandi fyrir Val. Rosenborg hefur verið eitt besta lið á norðurlöndunum undanfarin ár og hefur reynst íslenskum liðum óþægur ljár í þúfu. Árið 2015 datt KR út fyrir Rosenborg þar sem jafnræði var með liðunum í fyrri leiknum á Íslandi en Rosenborg vann örugglega í Noregi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert