Gaman að máta sig við bestu lið Noregs

Kristján Guðmundsson var spenntur fyrir því að máta sig við …
Kristján Guðmundsson var spenntur fyrir því að máta sig við Sarpsborg. Ljósmynd/Víkurfréttir/Sigfús Gunnar

Kristján Guðmundsson sagðist í viðtali við mbl.is hafa blendnar tilfinningar að hafa fengið Sarpsborg í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinn.

„Þetta er sterkt lið og það spilar á plastvelli og eru með mjög góða framherja. Þetta verður verkefni fyrir okkur en á móti kemur verður þetta þægilegt ferðalag. Þeir eru með mjög fljóta framherja og mikil stemming á vellinum hjá þeim. Þetta verður mjög erfiður leikur þarna úti en við eigum heimaleikinn fyrst og ef okkur tekst að gera eitthvað heima þá eigum við möguleika.“

Sarbsborg er sem stendur í 5 sæti norsku úrvalsdeildarinnar. Kristján sagði að það væri spennandi verkefni að fá að sjá hvar liðið stæði í samanburði við eitt besta lið Noregs. „Þetta verður gaman. Við getum mátað okkur við norskt lið sem er ofarlega í töflunni.“

ÍBV hefur tapa þremur leikjum í röð í Pepsí-deildinni. Spurður hvort að þátttaka ÍBV í Evrópudeildinni gæti virkað sem ákveðin vítamínsprauta sagðist Kristján svo vera: „Það er alltaf þannig þegar lið taka þátt í evrópukeppni þá eykur það adrenalínflæðið hjá mönnum og gefur lit í tilveruna. Þetta gefur manni aukinn kraft og ég vona að við nýtum það."

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert