Yfirburðir Skagamanna gegn Magna

Bjarki Steinn Bjarkason fagnar eftir að hafa skorað fyrir ÍA …
Bjarki Steinn Bjarkason fagnar eftir að hafa skorað fyrir ÍA gegn Magna í kvöld. Ljósmynd/skagafrettir.is
<div>„Það er gaman að vera kominn inn í þetta á fullu aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla. Við slökuðum aðeins á í síðari hálfleik en við gerðum það sem við þurftum að gera,“ sagði Albert Hafsteinsson leikmaður ÍA eftir 5:0 sigur liðsins gegn Magna frá Grenivík í Inkasso-deildinni. <br/><br/>Albert var einn besti maður vallarins og skoraði tvö mörk - og var ekki langt frá því að skora þrennu. Leikurinn var sögulegur í því samhengi að ÍA og Magni hafa aldrei áður mæst í deildarkeppni á Íslandsmótinu í knattspyrnu.<br/><br/>„Við ætlum okkur upp í Pepsi-deildina og til þess þurfum við að fá 2 stig að meðaltali í hverjum leik. Þetta var góður sigur liðsheildarinnar,“ bætti Albert við.</div><div><br/>Skagamenn höfðu mikla yfirburði í fyrri hálfleik og staðan var 3:0 í hálfleik. Gestirnir frá Grenivík voru flatir og kraftlausir á meðan heimamenn léku vörn þeirra grátt hvað eftir annað í veðurblíðunni á Norðurálsvellinum. <br/><br/>Bjarki Steinn Bjarkason skoraði sitt fyrsta mark fyrir ÍA í deildinni sumar á 19. mínútu eftir að Albert hafði komið ÍA yfir þremur mínútum áður. Albert lagði upp markið sem Bjarki skoraði, Steinar Þorsteinsson bætti við þriðja marki ÍA rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þórður Þorsteinn Þórðarson skoraði úr vítaspyrnu korter fyrir leikslok og Albert skoraði fimmta mark ÍA skömmu síðar. <br/><br/>Árni Snær Ólafsson markvörður ÍA hefur sjaldan átt eins rólegan dag í markinu. Sóknir Magnamanna voru fáar og kraftlausar. Munurinn á efsta og neðsta liði Inkasso-deildarinnar var umtalsverður og ljóst að fallbaráttan verður hlutskipti Magna miðað við leik þeirra í kvöld á Akranesi. <br/><br/>„Ég veit ekki hvað á að segja. Þetta er þriðji leikurinn á útivelli þar sem við erum 3-0 undir í hálfleik. Það vantaði mikið í vinnusemina og baráttuna í fyrri hálfleik - en okkur tókst að laga það í þeim síðari. Við erum með þrjú stig sem en við ætlum okkur að sjálfsögðu stærri hluti en það. Ég er mest svekktur með úrslitina hjá okkur á heimavellinum en það er einnig margt sem við þurfum að laga í leik okkar,“ sagði Páll Gíslason þjálfari nýliða Magna frá Grenivík.<br/><br/></div><div>Í lið ÍA vantaði þrjá lykilmenn, Garðar Gunnlaugsson sem er tognaður í aftanverðu læri, Einar Logi Einarsson varnarmaður verður líklega klár í slaginn gegn FH í átta liða úrslitum Mjólkurbikarkeppninnar og Ólafur Valur Valdimarsson er byrjaður að æfa á ný eftir að hafa rifbeinsbrotnað í 1. umferð. </div>



ÍA 5:0 Magni opna loka
90. mín. Leik lokið Öruggur 5-0 sigur Skagamanna gegn Magna. Með sigrinum er ÍA í efsta sæti með 20 stig en Magni er á botni deildarinnar með 3 stig.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert