Stjarnan gæti farið til Kaupmannahafnar

Rúnar Páll Sigmundsson sagði að Stjarnan yrði að spila sinn …
Rúnar Páll Sigmundsson sagði að Stjarnan yrði að spila sinn besta leik ef þeir ætluðu sér að komast áfram í næstu umferð. Ljósmynd/Oisin KeniryLjósmynd/Oisin Keniry

Klukkan 13 í dag var dregið í aðra umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu. Ef Stjarnan sigrar Nomme Kalju frá Eistlandi í fyrstu umferðinni mætir liðið annaðhvort FC København eða Kups Kuopio frá Finnlandi. Ef FH vinnur FC Lathi mætir liðið Hapoel Haifa FC frá Ísrael. Ef ÍBV kemst áfram í einvíginu geng Sarpsborg mætir liðið FC St. Gallen frá Sviss.

„Verðum að eiga okkar besta leik“

Evrópuleikirnir við Nomme Kalju lögðust vel í Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfara Stjörnunnar, þegar mbl.is heyrði í honum eftir dráttinn. Hann sagði að þetta væri spennandi og skemmtilegt tækifæri og að leikmönnum Stjörnunnar hlakkaði til leikjanna.

Rúnar sagðist ekki vita mikið um Nomme Kalju. „Við vitum þannig séð ekki mikið um þetta lið. Ég veit að þeir spiluðu við Fram árið 2014 og slógu þá út. Meira veit ég ekki. En það verður auðvelt að nálgast þetta fyrir okkur á þessum síðum þar sem við getum séð leiki frá þeim frá því fyrr í sumar.“

Ef Stjarnan kemst áfram er líklegast að mótherjar þeirra verði dönsku risarnir í FC København. Rúnar sagði að það væri spennandi verkefni svo lengi sem liðið kæmist áfram.  „Jú, jú. Það er auðvitað spennandi verkefni ef við förum í gegnum fyrstu umferðina. Sama með FCK. Þeir þurfa að klára finnska liðið. En já auðvitað er það spennandi en við erum alveg meðvitaðir um það að við verðum að eiga okkar besta leik til að komast áfram í þessari keppni. Það sýndi sig í fyrra á móti Shamrock Rovers.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert