Vorum ekki nógu hættulegir

Kristinn Freyr Sigurðsson og Davíð Þór Viðarsson í baráttu á …
Kristinn Freyr Sigurðsson og Davíð Þór Viðarsson í baráttu á Hlíðarenda í kvöld. mbl.is/Valli

„Við spiluðum ekki nógu vel og töpuðum leiknum,“  sagði Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH eftir 2:1 tap fyrir Val að Hlíðarenda í kvöld þegar leikið var í 10. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildinni.

Valsmenn sóttu meira til að byrja með og skoruðu að FH-ingar voru snöggir að svara.  „Við svöruðum marki Valsmanna með því að jafna svo við getum ekki kvartað yfir því en við getum hinsvegar kvartað yfir því að fá á okkur aulamark seinna,“  bætti fyrirliðinn við og segir þriðjungur vallarins áhyggjuefni.

„Við vorum ekkert frekar að spá sérstaklega í hvað Valur var að gera, við spáðum meira í að við ætluðum að spila okkar leik en vorum ekki nógu hættulegir, náðum ekki að skapa okkur nógu mikið af færum.  Það er ekki hægt að skrifa það bara á sóknarmenn okkar, heldur allt liðið.  Við höldum boltanum ágætlega og mjög vel á okkar vallarhelmingi og fram á síðasta þriðjung vallarins en þá eigum við í  basli með að komast í gegn.  Við þurfum bara að gera betur þegar kemur að síðasta þriðjungi vallarins, þá  þurfa sendingar að vera betri, fyrirgjafir betri og hlaupin betri.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert