Aukaspyrna Olivers tryggði þrjú stig

Oliver Sigurjónsson og Ægir Jarl Jónasson á Kópavogsvelli í kvöld.
Oliver Sigurjónsson og Ægir Jarl Jónasson á Kópavogsvelli í kvöld. mbl.is/Arnþór

Breiðablik vann dramatískan 2:1-sigur á Fjölni í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Oliver Sigurjónsson skoraði sigurmarkið beint úr aukaspyrnu í uppbótartíma. 

Breiðablik byrjaði betur og var mun meira með boltann, án þess þó að skapa sér mikið af færum. Bergsveinn Ólafsson fékk besta færi Fjölnis strax á sjöttu mínútu en Arnþór Ari Atlason varði skallann hans á línu.

Fyrsta mark leiksins kom á 14. mínútu og það gerði danski framherjinn Thomas Mikkelsen á 14. mínútu, hann var þá snöggur að hugsa og kláraði vel innan teigs eftir að Gísli Eyjólfsson átti skot í varnarmann.

Síðari hálfleikurinn var svipaður þeim fyrri, Breiðablik var sterkari aðilinn, meira með boltann en færin voru fá og langt á milli þeirra. Fjölnismenn jöfnuðu hins vegar leikinn á 82. mínútu. Birnir Snær Ingason fékk þá boltann utan teigs, tók skemmtilegan snúning og skoraði með lúmsku skoti í nærhornið, fram hjá Gunnleifi Gunnleifssyni sem sá boltann seint.

Allt stefndi í 1:1 jafntefli er Breiðablik fékk aukaspyrnu rúmum 20 metrum frá marki. Oliver Sigurjónsson tók spyrnuna og skoraði fram hjá Þórði Ingasyni í markinu, sem átti að gera mikið mun betur, en skotið var ekki fast og í markmannshornið.

Breiðablik 2:1 Fjölnir opna loka
90. mín. Bergsveinn Ólafsson (Fjölnir) fær gult spjald Breiðablik fær aukaspyrnu rúmum 20 metrum frá marki.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert