Fylkir í annað sæti eftir stórsigur

Fylk­is­kon­an Hulda Sig­urðardótt­ir skoraði eitt mark í kvöld.
Fylk­is­kon­an Hulda Sig­urðardótt­ir skoraði eitt mark í kvöld. Eggert Jóhannesson

Tveir leikir voru á dagskrá í Inkasso-deild kvenna í knattspyrnu í dag. Hamrarnir unnu 2:1-sigur á Haukum í Boganum áður en Fylkir burstaði ÍR, 5:0, á Hertz-vellinum.

Hamrarnir lyftu sér úr fallsæti með góðum sigri á Haukum fyrir norðan í dag. Emilía Eir Pálsdóttir og Andrea Dögg Kjartansdóttir komu heimakonum í tveggja marka forystu áður en Hildigunnur Ólafsdóttir minnkaði muninn í síðari hálfleik. Nær komust Haukar þó ekki og unnu Hamrarnir mikilvægan sigur en liðið hefur nú átta stig í 7. sæti. Haukar eru áfram í 5. sæti með 13 stig.

Fylkiskonur tóku svo annað sæti af Þrótti með 5:0-stórsigri á ÍR í Breiðholtinu. Staðan var 2:0-í hálfleik eftir mörk frá Hönnu Maríu Jóhannsdóttur og Huldu Sigurðardóttur og eftir hlé gengu gestirnir enn frekar á lagið. Þóra Kristín Hreggviðsdóttir, Bryndís Arna Níelsdóttir og Sæunn Rós Ríkharðsdóttir bættu allar við mörkum til að innsigla sigurinn. Fylkir er nú í öðru sæti eins og áður sagði með 21 stig. ÍR-ingar eru áfram í 6. sætinu með átta stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert