Hörður til liðs við HK

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, og Hörður Árnason.
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, og Hörður Árnason. Ljósmynd/HK

HK, efsta liðið í 1. deild karla í knattspyrnu, Inkasso-deildinni, hefur fengið góðan liðsauka fyrir seinni hluta tímabilsins því í kvöld gekk Hörður Árnason til liðs við Kópavogsfélagið eftir tæplega átta ára fjarveru. Hann samdi við HK út þetta keppnistímabil.

Hörður lék með HK til 2010 og spilaði 20 leiki með liðinu í úrvalsdeildinni árið 2008. Hann gekk til liðs við Stjörnuna fyrir tímabilið 2011 og var lengst af fastamaður í stöðu vinstri bakvarðar hjá Garðabæjarliðinu en hann er fjórði leikjahæsti leikmaður þess í efstu deild frá upphafi með 128 leiki. Hann á að baki einn A-landsleik fyrir Íslands hönd.

Hörður lék aðeins tvo leiki með Stjörnunni í byrjun yfirstandandi tímabils og hætti síðan hjá liðinu í júní vegna anna í vinnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert