Draumaleikmaðurinn

Elín Metta Jensen hefur leikið afar vel.
Elín Metta Jensen hefur leikið afar vel. Ljósmynd/Víkurfréttir

Elín Metta Jensen úr Val er besti leikmaður fyrri umferðar Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu að mati Morgunblaðsins. Hún er efst í einkunnagjöf blaðsins með ellefu M úr fyrstu níu umferðunum, þremur fleiri en næstu leikmenn, en þar að auki er hún markahæsti leikmaður deildarinnar með 9 mörk.

Pétur Pétursson, þjálfari Vals, er gríðarlega sáttur að vera með Elínu Mettu í leikmannahópi sínum og segir það ákveðin forréttindi að fá að þjálfa hana.

„Elín Metta er fyrst og fremst frábær leikmaður. Hún hefur mikinn metnað fyrir því sem hún tekur sér fyrir hendur, hvort sem það er læknisfræði eða knattspyrna. Við hjá Val viljum spila sóknarbolta sem er alltaf jákvætt fyrir sóknarmann en hún er að ná þessum árangri fyrst og fremst vegna þess að hún leggur sig alla fram við það sem hún er að gera.“

Sjáðu viðtalið við Pétur í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert