Yfirburðir meistaranna miklir

Leikmenn Þórs/KA fagna einu marka sinna í dag; Sanda María …
Leikmenn Þórs/KA fagna einu marka sinna í dag; Sanda María Jessen, Stephany Mayor Gutierrez, Arna Sif Ásgrímsdóttir og Bianca Sierra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Þór/KA er komið aftur á topp Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu, að minnsta kosti tímabundið, eftir 5:0 sigur á Grindavík nú í kvöld.

Yfirburðir Íslandsmeistaranna voru miklir í fyrri hálfleik. Liðið óð í færum á meðan Grindavíkurliðið varðist eins og það gat. Það var þó ekki fyrr en á 44. mínútu að fyrsta markið leit dagsins ljós. Anna Rakel skoraði þá með skoti úr teignum, staðan 1:0 í hálfleik.

Í seinni hálfleik opnuðust flóðgáttir. Eftir þriggja mínútna leik í seinni hálfleik skoraði Sandra Jessen með skalla eftir hornspyrnu frá Láru Einarsdóttur. Lára var svo sjálf á ferðinni á 58. mínútu þegar hún skoraði af stuttu færi eftir að skalli frá Huldu Björg hafði verið varinn.

Sandra Jessen bætti svo við sínu öðru marki og fjórða marki Þórs/KA með skoti úr teignum eftir mistök Viviane í marki Grindavíkur. Stephany Mayor kom Þór/KA í 5:0 á 90. mínútu og þar við sat. Öruggur 5:0 sigur Þórs/KA staðreynd.

Sem fyrr segir er lið Þórs/KA komið á topp deildarinnar með 26 stig. Breiðablik getur þó farið aftur upp fyrir liðið með sigri á morgun. Grindavík er enn með 9 stig í 8. sæti deildarinnar.

Andrea Mist Pálsdóttir fer meidd af velli í fyrri hálfleik. …
Andrea Mist Pálsdóttir fer meidd af velli í fyrri hálfleik. Hún var flutt á sjúkrahús í leikhléinu. Það er Ingibjörg Gyða Júlíusdóttir sem styður hana út af. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Lára Einarsdóttir nýbúin að gera þriðja mark Íslandsmeistara Þórs/KA. Hulda …
Lára Einarsdóttir nýbúin að gera þriðja mark Íslandsmeistara Þórs/KA. Hulda Björg Hannesdóttir, númer 24, fagnar henni. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Hulda Ósk Jónsdóttir, leikmaður Þórs/KA, sækir að marki Grindvíkinga.
Hulda Ósk Jónsdóttir, leikmaður Þórs/KA, sækir að marki Grindvíkinga. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
Þór/KA 5:0 Grindavík opna loka
90. mín. Stephany Mayor (Þór/KA) skorar 5:0. Stephany Mayor bætir við fimmta markinu! Sleppur í gegn eftir sendingu frá Heiðu Ragney. Varnarleikur Grindvíkinga ekki góður þarna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert