Sáu allir sem horfðu að þetta var slæmt

Logi Ólafsson ræðir við dómarann í kvöld.
Logi Ólafsson ræðir við dómarann í kvöld. mbl.is/Valgarður Gíslason

„Það sáu það allir sem voru að horfa á leikinn að þetta var slæm frammistaða af okkar hálfu,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R., eftir tap á móti Víkingi Ó. á heimavelli í átta liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta í kvöld. 

Fran Marmolejo í marki Víkings Ó. meiddist á öxl í fyrri hálfleik og virtist hann sárþjáður, en þrátt fyrir það reyndu heimamenn lítið á hann. 

„Við náðum ekki að búa til nógu mikið af færum. Þeir spiluðu 5-4-1 og skoruðu með eina skotinu sem fer á markið. Það afsakar ekki neitt hjá okkur, þetta var léleg og slæm frammistaða af okkar hálfu.“

„Eitt af því sem við ræddum í hálfleik var að við þyrftum að setja inn fyrirgjafir og skjóta á markið. Við áttum hins vegar ekki mikið fleiri skot en þeir, þetta var slæmt,“ sagði Logi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert