Við áttum skilið að komast áfram

Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var að vonum vonsvikinn með að …
Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var að vonum vonsvikinn með að detta út fyrir Rosenborg með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Wold, Ole Martin, NTB scanpix

Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals í knattspyrnu, var að vonum vonsvikinn eftir að Valur datt úr leik í Meistaradeildinni þegar liðið tapaði fyrir Rosenborg í Þrándheimi í kvöld, 3:1. 

Valsmenn voru grátlega nálægt því að komast áfram en Rosenborg skoraði tvö mörk úr vafasömum vítaspyrnum og þeirri síðari í uppbótartíma:

„Þetta er leikur sem er í algeru jafnvægi. En svo fá þeir þetta víti og það breytir ýmsu. Kemur þeim aftur inn í þetta. Það er orðið jafnt. Það breytti miklu. En það kemur bara nýr dagur eftir þennan dag. Það er leikur á sunnudag og síðan Evrópukeppnin á fimmtudag. En auðvitað er þetta fúlt. Menn eru eðlilega fúlir núna. Þetta var á lokasekúndunum í leiknum. Þú ert áfram. Menn eru með tilfinningar. Eftir svona svekkjandi úrslit eru menn bara heitir.“

Þrátt fyrir að Rosenborg hafi verið meira með boltann og pressað stíft á Valsmenn á köflum gáfu Valsmenn ekki mörg færi á sér. Sigurbjörn sagðist þrátt fyrir tapið vera mjög ánægður með spilamennsku sinna manna.

„Við erum ánægðir með leikinn og einvígið í heild sinni. Mér fannst við bara hafa átt skilið að fara áfram. Mér fannst það bara vera að gerast þangað til það kom undarleg ákvörðun og við erum úti. Við gáfum auka búst í þetta í lokin og gerðum það vel þrátt fyrir að vera búnir að hlaupa úr okkur lungun.“

Sigurbjörn Hreiðarsson var svekktur með úrslitin.
Sigurbjörn Hreiðarsson var svekktur með úrslitin. Ófeigur Lýðsson
Niclas Bendtner skorar úr fyrra vítinu.
Niclas Bendtner skorar úr fyrra vítinu. Wold, Ole Martin,NTB scanpix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert