Stjarnan mætir FC København

Þórarinn Ingi Valdimarsson býr sig undir að senda boltann fyrir …
Þórarinn Ingi Valdimarsson býr sig undir að senda boltann fyrir markið í leik Stjörnunnar og Nõmme Kalju í Garðabænum í síðustu viku. mbl.is/Hari

FC København var rétt í þessu að tryggja sig áfram í aðra umferð Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir 1:1-jafntefli gegn KuPS Kuopio frá Finnlandi. Þar bíður þeirra einvígi gegn Stjörnunni, sem lagði að velli Nömme Kalju frá Eistlandi í fyrstu umferðinni.

Leikurinn var spilaður á Parken í Danmörku en Danirnir unnu 1:0-sigur í Finnlandi í fyrri leiknum. Heimamenn lentu undir í kvöld er Rasmus Karjalainen kom KuPS yfir á 75. mínútu og stefndi leikurinn þá í framlengingu.

Einn af fremstu dómurum Íslands, Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, dæmdi leikinn á Parken í kvöld og á hann reyndi undir lok leiks. Hann dæmdi vítaspyrnu á á 81. mínútu sem Denis Vavro skoraði úr til að tryggja FC København áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert